Um endurvinnslu á farsímum í Kína

Nike kynningin búin, gekk bara vel, slógum hitt liðið algerlega út með mikið betri kynningu og framsæknari hugmynd. Virkilega skemmtilegt! Nú er verið að leggja lokahönd á verkefni sem við skilum á morgun í Game theory, erum að gera áætlun fyrir verksmiðju sem sér um endurvinnslu á farsímum. Erum að ráðleggja þeim hvernig þau koma inn á Kínamarkað. Þetta er virkilega áhugavert.. málið er að hér eru ekki komin lög sem setja endurvinnslu sem skilyrði fyrir farsímafyrirtæki og önnur raftæki. Hér er því til staðar mjög stór svartur markaður fyrir þessi tæki, ég er að tala um að heilu þorpin eru undirlögð í þetta. Tækin eru send til þeirra, þau taka þau í sundur þe. heilu fjölskyldurnar saman við afar óheilsusamlegar aðstæður. Málmarnir eru svo bræddir og seldir en afgangnum er bara hent eða hann brenndur sem gerir umhverfi þessa fólks afar hættulegt heilsu þess.

Það sem kom mér þó einna mest á óvart er að bandaríkin senda hingað skipsfarmana af ónýtum raftækjum og selja á svörtum markaði hér. Þetta eru semsagt bandarísk fyrirtæki sem eru að fylgja reglugerð um að endurvinna gömul raftæki í BNA en senda þau hingað til Kína. Bandaríkjamenn hafa nú yfirleitt hæst þegar talið berst af umhverfismálum í Kína. já ekki er allt sem sýnist!

Það er hinsvegar mjög erfitt að eiga við þetta og verður heldur betur erfitt verkefni fyrir stjórnvöld þegar kemur að því að setja þessi lög. Drögin liggja fyrir og það er bara tímaspursmál hvenær þau verða samþykkt. Það er ekki hægt að stöðva starfsemina í heilu þorpunum nema að koma með eitthvað annað í staðinn, fólkið mun þá ekki fá neinar tekjur. Hinsvegar er mjög ólíklegt að endurvinnsluverksmiðjurnar vilji koma inn á markaðinn ef samkeppnin við svarta markaðinn er svona mikil. Fólk fær mikið meira fyrir að selja símann sinn á svartan markað heldur en að skila honum í endurvinnslu. Svo að það komi til skila þá endurvinna verskmiðjurnar hvern einasta hluta farsímanns og það sem er ekki hægt að endurvinna er urðað samkvæmt alþjóðlegum stöðlum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Jamm... þetta er ekkert smá mál....

 Datt í hug að setja hér inn link á frétt í blaðinu Globe and Mail, sem er gefið út hér í Toronto.  http://www.theglobeandmail.com/servlet/story/RTGAM.20071119.wgtchinawaste1119/BNStory/Technology/home

G. Tómas Gunnarsson, 20.11.2007 kl. 07:49

2 identicon

Takk fyrir, mjög góð grein um þetta vandamál! Og það er alveg magnað hvernig margar borgir hérna í Kína eru gjörsamlega lokaðar fyrir umheiminum. Hérna er td. stærsta borg í heimi sem kölluð er helvíti á jörðu af kínverjum. Þar búa 35m í mjög menguðu og erfiðu umhverfi. Ég hafði aldrei heyrt talað um hana áður og þegar ég tala við kínverjana hef ég tekið eftir því að margir þeirra þekkja hana heldur ekki og telja Shanghai vera fjölmennustu borg Kína.

Þórey Vilhjálmsdóttir (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 10:35

3 Smámynd: K Zeta

Hvað heitir svo þessi stærsta borg sem við höfum ekki heyrt um?

K Zeta, 23.11.2007 kl. 00:07

4 identicon

Hún heitir Chongqing

Þórey Vilhjálmsdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 06:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband