" The wifes club"

Hef haft svo mikið að gera síðan að ég kom frá Peking að ég hef ekki gefið mér tíma til að skrifa inn á bloggið. Var að klára að kynna viðskiptaáætlunina sem ég gerði með Ivy ofurkonu og hópnum okkar. Gekk vel, nú er því námskeiði lokið. Var mjög gagnlegt, hét "Starting new venture" er um frumkvöðla og eðli þeirra, stofnun fyrirtækja, hvernig á að sækja fjármagn ofl. sem viðkemur þessu. Lærði mikið, bæði um þetta efni almennt og eins mína kosti og galla sem frumkvöðull. Svo finnst mér þetta orð frumkvöðull ekki ná að koma því eins vel til skila hvað þetta snýst um eins og Entrepreneur. Og þetta skrifa ég daginn eftir dag íslenskrar tungu og skammast mín ekkert.

Er svo með aðra kynningu á mánudaginn í námskeiði sem minnir mig á þættina "The Apprentice" sem Donald Trump stýrði :) Við erum nokkrir hópar sem eigum að búa til nýja vöru fyrir þekkt vörumerki og fara á nýjan markað í leiðinni. Okkar verkefni er að gera vöru fyrir NIKE á fjármálamarkaði... frekar erfitt en við erum komin með ágæta lausn. Við erum að vinna þetta með mjög þekktu fyrirtæki sem sérhæfir sig í vöruþróun og hefur ma. unnið mikið fyrir Apple. Það er því mikilvægt fyrir okkur að koma með góða vöru og afburða kynningu. Síðan verður fólk frá Nike líka þarna til að leggja mat á hugmyndina. Annar hópur er svo með sama verkefni þannig að þetta er einnig keppni á milli okkar hvor er með betri hugmynd. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur okkur ekki tekist að finna út hvað þau eru með.

Tók líka femínistakast í vikunni þegar ég var að hlusta á kynningu hjá einum hópnum. Hópur með 6 strákum, 3 frá Evrópu og 3 frá Kína sem voru að kynna hvernig megi styrkja samstöðu útskrifaðra nema úr CEIBS (skólanum okkar). Þeir voru með ýmsar hugmyndir og ein þeirra var "Wifes club"... ég er ekki að grínast! Semsagt klúbbur fyrir eiginkonur útskrifaðra CEIBS nemenda sem við gefum okkur þá að séu bara karlmenn!!! Ég ætlaði varla að trúa þessu, hélt ég væri farin að sjá og heyra illa eða hefði kannski lent í tímaflakki og væri kominn eina öld aftur í tímann. En hann Ludovic sem stýrði þessu er af frönskum Aristokrataættum og hann var bara sár þegar ég minntist á þetta, greyið litla. En í Frakklandi þykir líka óeðlilegt að eiga ekki hjákonu.. Náði nú samt að koma skilaboðunum áleiðis í Q&A í lokin og að sjálfsögðu voru allir í bekknum sammála þessu nema Lulli litli.

Sakna Rikka og krakkanna mikið núna, Ragnheiður er búin að vera veik alla vikuna og biðja um mömmu sína. Nú væri gott að eiga einkaþotu og geta skotist heim og knúsað hana... Some day


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott hjá þér að láta þessa drengi heyra það ;-)  Get ekki ímyndað mér að þú hefðir þagað eftir þessa kynningu og skil það vel.  Mismunandi menning í hverju landi greinilega.

Skil vel að þú saknir Rikka og krakkanna en það styttist í heimkomu hjá þér og rétt um mánuður eftir. Ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða.

Hrafnhildur Ýr (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 12:28

2 identicon

Já maður er nú aldeilis að kynnast ólíkri menningu hér, það er nú ekki hægt að segja annað :) Þetta er alger menningargrautur og virkilega skemmtilegt að vera í námi í svona umhverfi, gefur því enn meiri vigt. Já nú er tæpur mánuður þangað til ég kem.. ótrúlegt! Ragnheiður er komin með sýklalyf og er að verða hitalaus þannig að þetta er allt í áttina. Vona að hún jafni sig fljótt krílið mitt.

Þórey Vilhjálmsdóttir (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 03:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband