Óhljóð og pósthúsferð

Bjart og fallegt í borginni í dag, orðið frekar kalt samt, en sennilega ekki nálægt því jafn kalt og á Íslandi. Dagurinn í gær var sérstaklega dimmur, var viss um að það væri fellibylur á leiðinni en svo var ekki. Bara þoka og mengun! Ég held að það sé tímaspursmál hvenær húsið sem ég bý í hrynji og þar sem ég bý á 10.hæð er ég í viðbragðsstöðu. Það er verið að bora og berja allt í tætlur og þeir byrja kl.7:30 á morgnanna.. virkilega skemmtilegt. Ekki það að ég hef gott að því að vakna en það er vonlaust að læra hérna heima með þessi ólæti allt í kringum sig. Er ekki frá því að það sé verið að vinna í íbúðum á öllum hæðum.

Kláraði ritgerðina í gær og er bara í einum kúrs sem heitir advertising management. Mjög skemmtilegt og frekar auðvelt sýnist mér. Eða kannski finnst mér það bara auðvelt af því mér finnst það skemmtilegt, whatever. Sendi jólagjafirnar heim í pósti fyrir helgi, innpakkaðar og allt. Stóð ekki alveg á sama þegar ég afhenti þær á pósthúsinu, lenti í tungumálastíflu. Þurti að koma til skila að kassarnir væru brothættir og þrátt fyrir orðabókaflettingar ofl. tilraunir til samskipta þá gekk það ekki. Á endanum beið ég eftir að inn kæmi manneskja sem gæti talað ensku og kínversku. Sem þýddi að ég stóð við dyrnar og spurði alla sem komu inn :) Að lokum fann ég þennan indæla mann sem talaði smá kínversku (sennilega frakki) en hann kunni ekki að segja brothætt. Þannig að hann hringdi í dóttur sína sem talaði við afgreiðslumanninn á pósthúsinu og hann náði því. Ég fékk því að lokum brothætt stimpil á kassana! Nú bíð ég spennt að sjá hvort eða hvernig gjafirnar skila sér. Núna eru bara 2 vikur eftir í skólanum, alveg ótrúlegt.. best að nýta tímann vel það sem eftir er!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband