Litlu keisararnir

Ritgerðin sem ég skilaði í vikunni er um það hvernig staða kvenna hefur verið í efnhagsbyltingunni hér í Kína og hlutverk þeirra í henni. Það kom mér mjög á óvart hversu stutt er síðan flestar konur í Kína voru algerlega óvirkar sökum fótbindinga. Það var ekki fyrr en 1911 að fótbindingar voru bannaðar með lögum en fram að því voru konurnar svo þjáðar og farlama vegna bindinganna að þær gátu varla gert neitt. Það var svo kommúnistaflokkurinn með Mao í fararbroddi sem kom á jöfnun rétti kvenna og karla 1949. Konur voru þau ekki í neinum valdastöðum þau þær hafi tekin virkan þátt í byltingunni og eru ekki enn í dag. Æ fleiri konur eru þó farnar að láta til sín taka sem frumkvöðlar og í einni greininni sem ég las kom fram að þær væru 20% eigendur og stofnendur þeirra frumkvöðlafyrirtækja sem væru starfandi.

Ég tek eftir því að kínversku bekkjarsystur mínar eru ansi forvitnar um mína hagi. Þeim finnst sérstakt að ég sé hér og eigi tvö börn og mann á Íslandi. Þær eru flestar ef ekki allar mjög metnaðargjarnar og eru að lenda í nákæmlega sama og allar kynsystur þeirra annarstaðar að þurfa að hafa áhyggjur af því hvernig tvinna eigi saman frama og fjölskyldulíf. Það sem skilur þær þó frá okkur er að þær geta aðeins eignast eitt barn. Mér fannst þetta svo hræðilegt þegar ég var á Íslandi, greyið fólkið að mega aðeins eignast eitt barn. En þegar ég er komin hingað þá finn ég að þetta er bara eitthvað sem þau eru vön og eru ekkert að kippa sér upp við þetta. Nú er að vaxa úr grasi fyrsta kynslóð einbirnisstefnunnar og hér í Kína eru þau gjarnan kölluð "litle emperors" því það er látið svo mikið með þau. En það sem ég ætlaði nú að reyn að koma á framfæri í þessum texta er hvað það er merkilegt að ég lenda í nákvæmlega sömu samræðum við bekkjarsystur mínar hér og á Íslandi um hversu erfitt er að ná þessu gullna jafnvægi milli fjölskyldu og frama.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband