Jólaupphitun í Shanghæ

Löngu orðið tímabært að skrifa eitthvað hér inn.. er eitthvað hálf andlaus þessa seinustu daga hérna í Kína. Fékk enn einu sinni matareitrun eða eitthvað snert af því allavega. Er búin að liggja eins og skata í rúminu í sólarhring. En byrjuð að borða aftur og drattaðist í skólann í morgun, var svo orkulaus að ég var 20 mínútur að hjóla, er vanalega helmingi skemur.

Helgin var nú ansi viðburðarík hjá mér, var kveðjupartý fyrir okkur skiptinemana á föstudagskvöldið, mjög gaman! Fór á skrýtnasta næturklúbb sem ég hef komið á eftir partýið, var nú ekki lengi þar en ákvað að vera í klukkutíma til þess að upplifa þessa stemmningu, fannst eins og það væru allavega 1000 manns þarna inni. Á laugardaginn fór ég svo í yndislegt jólaboð hjá Íslendingafélaginu hér í Shanghæ. Það var haldið heima hjá íslenskum hjónum sem búa hér og þarna náðist alveg alíslensk jólastemmning. Borðaði yfir mig af hangikjöti,hamborgarahrygg og rauðkáli, söng nokkur jólalög og opnaði pakka. Ég fékk semsagt Tinna, alla seríuna, ætla að horfa á það með Villa þegar ég kem heim.

Undirbúningur heimferðar er hafin! Er búin að fá leyfi til að taka seinasta prófið fyrr eða 12.des þannig að ég flýg til London og hitti Rikka þar 13.des. Við ætlum að turtildúfast þar þangað til á sunnudag en þá fljúgum við heim í hádeginu. Er svona að reyna að skipuleggja hvernig ég kem þessu dóti öllu heim :) jæja það reddast..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ritgerðin hljómar ekkert smá spennandi  
Gangi þér vel í prófunum og góða ferð heim.

Kolbrún ýr (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 02:45

2 identicon

Takk Kolbrún mín, er farin að tleja daganna þangað til ég hitti Rikka og krílin :) bið að heilsa familíunni xxx

Þórey Vilhjálmsdóttir (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband