sán shí wú

Var að koma úr kínverskutíma og það er vægt til orða tekið að segja að við skiptinemarnir séum eins og hálfvitar þegar við reynum að tala kínversku. Er viss um að kennarinn fer afsíðis í hléinu og hlær sig máttlausa :)

Það er hinsvegar virkilega skemmtilegt að læra þetta mál, mjög erfitt að læra framburðin sem getur verið svo mismunandi fyrir hvern staf eftir áherslunum. Nú er ég semsagt búin að auka við þekkingu mína og get talið upp að 1000. Sem betur fer þá er ekkert ykkar hér til þess að taka mig á orðinu. Ég hef verið með kínverjum í bæði ensku- spænsku- og norskutímum á mismunandi tímabilum ævi minnar. Þá var maður nú stundum að missa þolinmæðina hvað það tók þau langan tíma að ná málinu. Við skulum segja að nú sé komið að skuldadögum, nú geta þau ranghvolft augunum yfir mér.

Kínverjar eru samt svo yfirmáta kurteisir, þó maður sé að segja eitthvað fáránlegt þá láta þeir eins og þau hafi skilið mann bara til að láta mann ekki koma illa út. En ég vorkenni öllum sem þurfa að hlusta á mig tala kínversku he he. Það góða við það er að ég get ekki orðið verri, eina leiðin er upp á við!

xxx


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sit hérna í Odda að lesa um þáttagreiningu (jeiii en grínlaust þá ELSKA ég tölfræði, nördinn sem ég er). Sakna þín mikið krúttið mitt. 

Ef ég þekki þig rétt (sem ég geri) þá rúllar þú upp kínverskunni á no time - kjarnakonan sem þú ert.

KNÚS - Eva. 

Eva (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 14:04

2 identicon

hahaha

gangi þér rosa vel að læra þetta... verður gaman að hlusta á þig þegar þú kemur heim um jólin ;) 

Hekla (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband