Morgunmatur með aðal

Þessi dagur byrjaði of snemma eða kl.6:30, þurfti að fara í morgunmat með rektor CEIBS (skólans míns) sem bauð skiptinemunum til sín í spjall og morgunmat. Við vorum ca. 15 nemendur þarna og þetta var í alla staði mjög huggulegt. Hann sagði okkur aðeins frá því hver stefna skólans væri, hversu ólíkur skólinn væru öðrum viðskiptaháskólum í tekjuöflun og hvernig þetta flókna pólítíska umhverfi í Kína hefur áhrif á starfsemi skólans. CEIBS þýðir China European International Business School og er samstarfsverkefni Evrópusambandsins og kínverskra stjórnvalda. Einu vonbrigðin voru að það hafði spurst út að morgunmaturinn væri rosalega góður og í vestrænum stíl. Maturinn í skólanum er að mestu kínverskur, og kínverskur morgunmatur er ekkert mjög girnilegur að mati flestra skiptinemanna. Því vorum við mjög spennt en því miður þá var þetta nú meira kínverskt en vestrænt þrátt fyrir einstaka spælt egg og beikon.

Er svo búin að eyða restinni af deginum á leikfangasýningu í sýningarhöllinni hérna í Shanghai. Þetta er svona frekar lítil sýning mundi ég halda og var nú ekki mjög mikið úrval. Fór þarna aðallega til þess að skoða markaðinn og jafnvel að hitta einhverja framleiðendur. Ætla að fara aftur á morgun, verð eitthvað svo þreytt á svona sýningum, held ekki lengi út í einu. Þarf líka að læra mikið fyrir morgundaginn, erum með kynningu á verkefni á laugardag sem ég þarf að skila fyrir kl.3 á morgun.

Nú er ég komin með stefnu sem ég vil kalla "The Great Leap Forward" :) en mín persónulega GLF stefna felst í því að svara öllum athugasemdum sem berast á síðunni. Það var verið að skamma mig fyrir að svara ekki og nú er ég að bæta úr því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

Sæl Þórey,

 Nú færðu smá fréttir að vestan Ég veit ekki hvort þú manst eftir mér en ég farðaði stelpurnar fyrir Píkusögur sem fluttar voru hér á Ísafirði í mars sl. Þú sendir mér svo slideshowið sem þú varst með á sýningunni í maili.

Anyway, ég er ein hinna fræknu Sólstafakvenna. Sólstafir Vestfjarða, systursamtök Stígamóta, fengu að styrk allann aðgangseyrir að keppninni Óbeisluð fegurð sem þú einmitt dæmdir í. Jæja, gaman er að segja frá því að við fengum 497 þús kr ! Algjörlega stórkostlegt.

Eins og þú kannski veit þá voru staddar á keppninni tvær kvikmyndagerðakonur, sem tóku upp allt heila klabbið og gerðu úr því heimildarkvikmynd.

Heimildarmyndin var frumsýnd í Regnboganum þann 5. okt sl við góðar undirtektir. Því miður komst ég ekki(andsk....helv...djö..) því eins og við megum eiga von hér á Fróni var flugi aflýst þegar ég hafði fengið miðann í hendurnar og flugstöðvar-euroshoper-kaffið fór sína hinstu ferð í vaskinn.

En ég heyrði á ÓB hópnum(sem var að sjálfsögðu svo ótrúlega skarpt að það fór keyrandi) að myndin hefði verið frábær, rosalega vel gerð og skemmtileg. En við Sólstafakonur getum huggað okkur við það að hún verður sýnd hér í Ísafjarðarbíói þann 26. okt nk

Jæja, þá hefur þú fengið fréttir að vestan. Ég á nú eftir að fylgjast með þér þar sem ég er nú forfallinn moggabloggsrúntari.....Gangi þér vel í Kínalandi!

kveðja

Harpa Oddbjörnsdóttir,

ps. endilega kíktu á heimasíðu okkar www.solstafir.is ;) og hún Matta, forsprakki ÓB er hérna líka, frábærlega fyndin penni, matthildurh.blog.is.

Harpa Oddbjörnsdóttir, 17.10.2007 kl. 08:54

2 Smámynd: Þórey Vilhjálmsdóttir

Sæl Harpa, auðvitað man ég eftir þér og ykkur kjarnakonum í Sólstöfum. Var búin að frétta af myndinni, Matthildur var svo elskuleg að bjóða mér á frumsýninguna. Ég komst nú ekki þar sem ég var komin hingað en er mjög spennt að sjá hana og vona að ég eigi kost á því þegar ég kem heim. Mun fylgjast með ykkur vinkonum mínum að vestan ;) Kær kv þV

Þórey Vilhjálmsdóttir, 19.10.2007 kl. 02:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband