Prófin búin og tímabilið hér hálfnað!

Búin í prófunum! Þetta var hrikalega erfitt fag sem ég var að klára áðan "Chinese economy" en á sama tíma gríðarlega áhugavert. Er orðin þokkalega vel að mér í sögu þeirrar efnahagsbyltingar sem átt hefur sér stað hér, orsökum og afleiðingum hennar. Við þurfum líka að halda kynningu eftir prófið þ.e.a.s hóparnir á einhverju efni tengdu því hvernig Kína er og hefur verið misskilið. Það var skemmtilegt að hlusta á þessa fyrirlestra sem vorum um allt frá gæðamálum til tjáningafrelsis. Okkar kynning var allt í lagi.. fannst við hefðum nú getað gert betur. Fjölluðum um grein sem einhver hagfræðingur skrifaði árið 2000 og sér sennilega enn eftir að hafa birt :) Í henni kemst hann að þeirri niðurstöðu að Kína muni aldrei skipta neinu máli í alþjóðlegu efnahagslegu samhengi. Það var nú lítið mál að hrekja það með hagvaxtartölum og hlutfalli Kína í alþjóðaviðskiptum. En það var svolítið fyndið að 3 af 8 hópum birtu myndir af kínverjum sofandi í vinnunni. Þið sem lásuð færsluna mína um blundinn þeirra zzzzzzzzz

Ég er núna með þessa tómleikatilfinningu sem grípur mann oft þegar verkefni klárast. Í event bransanum er þetta kallað "post production depression" ég er semsagt með "post exam depression". Það var líka svo tómlegt í skólanum, allir að klára prófin þannig að margir eru farnir út úr borginni. En ég er nú ekki alveg búin með þessa kúrsa, á enn eftir að gera 2 einstaklingsverkefni og skrifa hluta af viðskiptaáætluninni sem ég er að gera með Ivy ofurkonu. Hún var einmitt að senda hópnum póst og reka á eftir okkur.. eigum að skila af okkur á mánudag. Svo byrja nýjir kúrsar á morgun og hinn, hlakka mikið til. Ég fer í "Game theory" og "New product development", hef heyrt að þeir séu báðir mjög góðir. Finnst alveg ótrúlegt að ég sé hálfnuð með tímann minn hér í Kína!

En það sem eftir er dags ætla ég bara að hafa það huggulegt. Er að fara að hitta vinkonu mína í franska hverfinu, ætlum í manicure og að fá okkur snarl og rauðvínsglas á eftir.. sem sagt ekta stelpukvöld!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu að djóka hvað þetta er fljótt að líða!! Sjáumst í næstu viku liggur við að ég segi... Knús í bili. Hulda

Hulda Bjarna (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 15:39

2 Smámynd: Þórey Vilhjálmsdóttir

Já Hulda ég trúi því varla að það séu liðnir 2 mánuðir, finnst eins og ég hafi verið hérna í 2 vikur!

Þórey Vilhjálmsdóttir, 6.11.2007 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband