Kína er eins og flugvél!

Verð að deila með ykkur smá speki frá einum kennaranum mínum. Hann heitir Bala Ramasai og er frá Malasíu, stórkostlegur náungi sem kennir okkur "Asian economic integration and business strategies". Flest erum við nú hér útlendingarnir af því að okkur finnst vera gríðarlega mikil tækifæri hér. Ég er enn sannfærðari um það eftir að vera komin hingað að það sé rétt ályktað hjá okkur. Það sem að maður tekur þó eftir er að það er sennilega erfiðara en maður gerði sér grein fyrir að koma inn á þennan markað og flækjustigið er mjög hátt. Hann lýsti þessu svo vel:

"Kína er eins og flugvél! Þegar maður horfir á hana úr fjarlægð virðist hún fljúga mjög hratt en þegar þú situr í henni finnst þér hún varla hreyfast"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæhæ

Ákvað a googla þig og athuga meða bloggið þitt ... sem fannst.  Var að lesa hinar færslurnar þínar, þetta er greinilega ævintýraleg upplifun hjá þér og hlakka ég til að lesa meira frá þér.
Rikki og krakkarnir eru hjá þér í heimsókn núna og eru þið örugglega að njóta tímans saman. 

Gangi þér vel í skólanum og bið að heilsa ykkur í bili.

Kv. Hrafnhildur Ýr

Hrafnhildur Ýr (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 13:26

2 Smámynd: Gissur Pálsson

Við hérna megin á hnettinum erum þessa dagana að setja saman hús sem er smíðað í Sjanghæ....  Spennandi heimur og stór, en samt svo lítill.. Góða skemmtun.

Gissur Pálsson, 28.9.2007 kl. 18:19

3 identicon

Takk fyrir að fá að fylgjast með!

Vonandi nýtur þú þess í botn að upplifa þetta allt saman...  Við hin getum bara reynt að ímynda okkur hvernig þetta er og komumst örugglega ekki nálægt því :-)  Hafðu það sem allra best!

Anna Kristín (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband