Krakkar í Kína

Er búin að vera að njóta þess að eyða tíma með Rikka og börnunum, yndislegt að vera loksins búin að fá þau til mín! Þau eru bara ánægð með Shanghæ og Ragnheiður litla er eins og kvikmyndastjarna hérna. Allir stoppa hana á götu og mikið um að verið sé að taka myndir af henni. Þar sem hún er náttúrulega af hinni frægu Skarðsætt kippir hún sér ekki upp við þetta og vinkar og stillar sér upp eins og hún hafi ekki gert annað um ævina :) Kínverjar eru mjög mikið fyrir börn (kannski af því þau mega bara eiga takmarkað af þeim.. en við ræðum það síðar) og eru endalaust að spjalla og dúlla við börnin. Villi er byrjaður að æfa sig í kínversku og er orðin jafngóður og ég á einni viku. Já það er gaman að sjá að börnin séu klárari en við. Þá á sér að minnsta kosti stað einhverskonar þróun í rétta átt!

Eitt sem okkur finnst skrýtið er að flest lítil börn hérna eru með gat á buxunum í stað bleyju. Við höfum þrátt fyrir það ekki séð þau pissa eða kúka úti á götu, í búðum eða í lestinni. Þetta er mjög dularfullt og við látum ykkur vita um leið og við komumst að hinu sanna í málinu...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vildi bara senda þér kveðju Þórey mín.... var búin að frétta af þér frá Ingibjörgu minni.  Mikið ertu dugleg að drífa þig. Stolt af þér!!!! Til háborinnar fyrirmyndar!!! Njóttu þess að vera þarna!!! Bestu kveðju, Hjördís (mamma Ingibjargar Thors)

Hjördís G. Thors (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 13:05

2 identicon

Hæhæ!

Gaman að geta fylgst með þér hérna ;o)

Kv.
Kolbrún Ýr

Kolbrún Ýr (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband