Af tónlist og mat

Nú hrúgast upp verkefnin og prófin í skólanum. Aðeins tvær vikur eftir af þessum hluta annarinnar og þá taka við ný námskeið. Ég er að drukkna í verkefnum, bæði hóp og einstaklings. Var allan gærdaginn að leita að upplýsingum á netinu fyrir verkefni sem felst í því að opna útibú frá kínversku fyrirtæki í einhverju landi í SA Asíu. Við þurfum að greina viðskiptaumhverfið í 5 löndum og velja svo hvaða land við teljum vera vænsta kostin fyrir viðkomandi fyrirtæki. Þetta er töluvert erfiðara en að leita upplýsinga á netinu frá Íslandi því hérna eru allt of margar síður læstar vegna ritskoðunar stjórnvalda. Ég kemst ekki einu sinni inn á Wikipedia! En að sjálfsögðu eru námsmenn búnir að finna leið í kringum þetta sem ég ætla ekki að segja ykkur frá ;) en er aðeins tímafrekari. Ég er því eftirá með verkefnið og ætti frekar að vera að vinna í því en að skrifa þetta blogg.. en ég held áfram á eftir!

Var að uppgötva það að mér finnst kínversk þjóðlagatónlist dásamleg. Ég hafði ekki opnað fyrir þann möguleika að hún höfðaði til mín fyrr en ég horfði á tónleika í sjónvarpinu um daginn. Þar var verið að syngja lög, byggð á ljóðum sem samin voru á tímum Ming keisaraveldisins, þetta var hreint úr sagt ótrúlega fallegt. Nú er ég að reyna að finna hvar ég get keypt þessa tónlist. Síðan er ég byrjuð að kynnast kínverska matnum betur og farin aðeins að gera greinarmun á frá hvaða héruðum ákveðnir réttir eru og hver eru sérstaða héraðanna í matargerð. Allur kínverski maturinn sem ég hef borðað hefur verið virkilega góður þó með einni undantekningu og það eru tunglkökurnar sem voru með grænubauna sultu inní. jjakkkk.. Borðaði á mjög góðum kínverskum stað í kvöld með vinum úr skólanum. Fengum okkur peking önd sem var sælgæti og dumplinga með krabbakjöti. Fyrir utan góðan mat var útsýnið frábært, á 9.hæð alveg við Huang pu ánna þannig að við blasir "The bund" sem er eitt helsta kennileiti Shanghæ.

Jæja best að halda áfram að læra!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband