zzzzzzzzzz........

Það er mjög gaman að sjá hversu kínverjar eru duglegir að ná að stela blundi hér og þar til þess að hvíla lúin bein. Ég sé iðulega í skólanum kínversku nemendurna sofandi í kaffiteríunni, í hægindastólunum í setustofunni eða bara fram á skólaborðin. Í gær var ég að leita að vinnustofu fyrir hópin minn um 2 leytið. Ég gekk fram á 5 nemendur sem sátu við hringborð allir sofandi :) Um daginn fórum við í banka til þess að reyna að taka út pening fyrir leigu, þurfti að borga fyrirfram þannig að ég varð að fara í útibú. Þegar við komum voru allir sofandi.. við vöktum einn gjaldkeran sem var alveg úti að aka og ennþá á milli svefns og vöku. Þetta var bank of China sem er rekin af ríkinu. Við enduðum svo á að fara í HSBC en þar voru allir vakandi og gátu aðstoðað okkur.

Við héldum fyrirlestur í gær hópurinn minn í Asian integration and business strategies. Það gekk virkilega vel þrátt fyrir krefjandi spurningar bæði frá nemendum og kennaranum. Vona að við fáum góða einkunn fyrir það. Um kvöldið fór ég svo út að borða og kíkti á næturlíf Shanghæ sem er ekki frásögum færandi nema að það var virkilega skemmtilegt kvöld. Um 3 leytið var ég samferða nokkrum krökkum úr skólanum sem vildu stoppa á Mcdonalds á leiðinni. og viti menn.. þar var annar hver maður sofandi :) Ég taldi 34 þarna inni og 20 af þeim voru sofandi! En fyrir vikið þá er þetta hin ánægjulegasta Mcdonaldsferð. Þarna var svo hljóðlátt og þægilegt andrúmsloft. Við hvísluðum til þess að vekja ekki fólkið. Við fengum nú reyndar skýringu á þessu sem var sú að þau voru að bíða eftir rútu sem fór 3 tímum síðar.

En kínverjar vakna líka mjög snemma, kl.6 á morgnanna er allt komið á fullt hérna og iðandi mannlíf. Það er ótrúlegur dugnaður í kínversku nemendunum í skólanum, þau eru með svo mikinn aga að ég dáist að þeim. Þau eru mjög góðir námsmenn og vinna sérstaklega faglega að öllum verkefnum þrátt fyrir tungumálaörðugleika sem að sjálfsögðu koma upp í hópavinnu. Það er ein kínversk stelpa sem heitir Ivy (enska nafnið hennar) sem ég held að sé yfirnáttúruleg. Hún er í 5 fögum sem eru öll mjög erfið en hún lætur það ekki aftra sig í því að vera næstum búin með viðskiptaáætlunina sem við hópurinn eigum að vinna saman. Ég hef aldrei áður lent í því í hópi að reyna að hægja á henni svo að við hin getum tekið þátt :) Um daginn var ég komin á þá niðurstöðu hún væri líklega klónuð, það væru til tvær Ivy!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessir "örlúrar" Kínverja er algjör snilld. Það ætti að koma þessari venju á hérna á Íslandi. Oftar en ekki langar mig að leggjast fram á skrifborðið í vinnunni og taka svona örlúr því ég veit að ég verð mun hressari á eftir. Hér þykir þetta hins vegar skrýtið og meðvirknin mín hamlar mér að láta skoðanir annarra um lönd og leið og líða bara út af í 10 minútur

Eva (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 01:08

2 Smámynd: Þórey Vilhjálmsdóttir

já á Íslandi þætti þetta helber leti og aumingjaskapur og þú yrðir sennilega greind með einhvern sjúkdóm... En hér þykir þetta sjálfsagt. Hef nú samt ekki prófað þetta ennþá. Sennilega af sömu ástæðu og þú Eva. En það er samt skrýtið því að engin er að spá í þetta hér. Held jafnvel að ég sé of ör til að geta þetta.

Þórey Vilhjálmsdóttir, 26.10.2007 kl. 07:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband