Á leið til Peking

Ivy ofurkona er að þræla mér út hérna.. þvílíkur heragi! Hún færði frestin á okkar hluta af viðskiptaáætluninni fram um einn dag og sagði kennaranum að við værum til í að kynna hana viku fyrr. Ég er búin að vera á vertíð að reyna að klára þetta og verð mjög ánægð þegar þetta er í höfn. Er að fara á fund með þeim á eftir.. fyndið samt að ekkert okkar segi neitt, við gerum bara það sem hún segir. Ég held ég hafi aldrei látið svona vel að stjórn fyrr, hún hefur eitthvað hún Ivy. Held reyndar að þetta verði þrusuverkefni hjá okkur.

Mamma og pabbi komu á laugardag, alveg meiriháttar gaman að fá þau. Hef nú samt lítið getað verið með þeim sökum þessa Ivy máls. En ég er líka búin að gera mér grein fyrir því að ég er búin að vera allt of ábyrg og samviskusöm.. verð aðeins að slaka á og sjá eitthvað hérna líka. Er búin að bóka flug fyrir mig og foreldrana til Peking á miðvikudag. Verðum fram á laugardagsmorgun þannig að ég næ að koma heim rétt áður en kynningin á viðskiptaáætluninni fer fram. Hlakka rosalega til!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bið að heilsa öllum sem ég þekki í Peking...

Góða skemmtun!

Gunni (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 16:34

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

takk fyrir það......er ekki magnað að vera þarna..........

Kveðja EBB

Einar Bragi Bragason., 6.11.2007 kl. 00:10

3 identicon

Hæhæ.

Góða skemmtun í Peking. Er alveg sammála þér að þú verður að njóta tímans sem þú hefur í Kína.  Þetta er svo rosalega fljótt að líða og þú verður komin heim aftur áður en þú veist af.

Hrafnhildur Ýr (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 10:47

4 Smámynd: Þórey Vilhjálmsdóttir

Gunni ég verð bara í því að skila kveðju til allra, mun vera sérstaklega samviskusöm og ábyrgð hvað það varðar ;) Einar nýji bloggvinurinn minn, jú það er sko magnað að vera hér en maður getur líka gleymt sér í daglegu amstri hér eins og annars staðar og nú er markmiðið að passa sig að fara ekki inní einhvern þægindaramma hér og njóta ekki alls þess sem þetta frábæra land hefur að bjóða!

Þórey Vilhjálmsdóttir, 6.11.2007 kl. 16:05

5 Smámynd: Þórey Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir kveðjuna Hrafnhildur :) var einmitt að skoða svo fyndna mynd af Ragnheiði og Rakel Evu úr afmælinu hennar Ragnheiðar.. stóra frænka er alveg að kremja þá litlu sem horfir með örvæntingarsvip í myndavélina. Verð að senda þér hana. Bið að heilsa!

Þórey Vilhjálmsdóttir, 6.11.2007 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband