Prútt og klæðskeramarkaðurinn

Náði að lenda ótrúlega góðum samningi við Ivy ofurkonu með meiru. Við erum alveg að verða búin með viðskiptaáætlunina og ég náði að sannfæra hana um að betra væri að kynna hana á þarnæsta laugardag.. fékk semsagt leyfi frá henni til að senda fyrirspurn á kennarann og hann samþykkti! Þetta þýðir að ég get farið laus við allar áhyggjur til Peking!!!!

Annars búin að vera á markaði í allan dag með mömmu og pabba. Fyrst á klæðskeramarkaðinn sem er á fjórum hæðum og með svona 100 klæðskerum og 50 þúsund mismunandi tegundum af efnum. Erum að láta sauma á okkur allskonar dót og hlakka til að sækja þetta í næstu viku. Það er sérstök upplifun að koma þarna í þessa stemmningu og mjög skemmtilegt að fá að heyra verðin :) Síðan röltum við niður í gamla bæ og ég held að ég hafi prúttað fyrir lífstíð enda keypti ég jólagjafir fyrir næstum alla vini og vandamenn. Þá vitið þið það! Mamma og pabbi komu með blöð að heiman sem voru full af jólaeinhverju. Þetta er svo fjarri mér hér, ekkert minnir á jólin. Það heltók mig eitthvað jólastress og mér fannst ég verða að klára þetta! .. held að mömmu og pabba hafi brugðið við samningshörku dótturinnar. Þetta er nú eitt af því sem maður lærir hér, að prútta og mér finnst það ekkert smá skemmtilegt!

Búið að bóka hótel í Peking og nú lofa ég að birta loksins myndir á blogginu, alveg komin tími til. Segjum að fyrsta myndin verði af mér á Kínamúrnum og hún birtist fyrir helgi :) Fékk mér Pekingönd í kvöldmat til þess að hita mig upp fyrir ferðina...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Maður þarf greinilega að fara þangað einhverntíman...öfunda þig

Einar Bragi Bragason., 7.11.2007 kl. 10:43

2 identicon

Hlakka til að sjá myndir og klæðin fín þegar þú kemur heim ;-)

Hrafnhildur Ýr (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 21:23

3 identicon

Ég geri fastlega ráð fyrir að þarna sé að finna jólagjöf til mín

Allt gott að frétta af mér og mínum, ætla að vera duglegriað logga mig inn á MSN  knúsí knús..Eva

Eva (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband