19.9.2007 | 14:13
Beðið eftir Wipha
Þá er ég búin að bíða í rúmlega sólarhring eftir því að fellibylurinn Wipha vippi sér yfir Shanghæ. Eina sem ég hef orðið vör við er minniháttar rok og vel yfir meðallagi rigning. Á Íslandi væri þetta kallað sæmilega gott veður en heldur blautt kannski. Allir skólar voru lokaðir í dag og margar verslanir og veitingastaðir. Það er allt búið að vera hálflamað. Ég vissi þó að það versta sem gæti gerst fyrir mig á mínu vestræna heimili væri rafmagnsleysi. Er því búin að kaupa mér ansi fallegt kínverskt kubbakerti og kveikjara.
Það góða við þetta er þó að ég hef nýtt tímann vel í dag til að læra og ekki veitir af því skólinn er ansi krefjandi. Nú hellast yfir hópaverkefnin og heimalærdómur. Mikið er skemmtilegt að vera í svona alþjóðlegum bekk. Það er fólk frá hátt í 40 löndum og við erum að ræða um málefni eins og alþjóðavæðingu. Þið getið ímyndað ykkur hvað við fáum mörg mismunandi sjónarmið. Er viss um að hópavinnan á eftir að reyna á þolinmæðina en ef það er eitthvað sem ég get bætt verulega þá er það þolinmæði. Er viss um að ég mun vera orðin sleip í henni þegar ég kem tilbaka ;)
Jæja er ekki búin að útiloka að ég eigi eftir að finna fyrir Wipha, það er smá rok núna. Er allavega með kertið, kveikjarann og vasaljósið tilbúið.
Hér er linkur á heimasíðu skólans ef þið viljið kíkja http://www.ceibs.edu/
Athugasemdir
Hæ elskan, gaman að fá að fylgjast með ævintýrum þínum í Shanghai. Sitt þig í "favorite blogs" möppuna mína
Eins og þú lýsir Wipha þá gæti hann allt eins verið hér núna! Haustið er svo sannarlega komið til Íslands og annar hver maður með kvef.
Knús
eva
Eva (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 16:00
Frábært að þú skulir vera byrjuð að blogga - nú fylgist ég með daglega :) Vona að Whipinn verði fljótur að fjúka yfir og valdi engum skemmdum.
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, 19.9.2007 kl. 17:18
hæhæ ævintýramanneskja... það er gott að þú ert byrjuð að blogga og maður getur lesið aðeins hvernig þetta er þarna hjá þér... þótt ég fái nú líka insæd fréttir frá brósa... gangi þér rosa vel
kveðja Hekla
Hekla (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 19:42
Takk kæru vinkonur! Fer svo að setja myndir þegar ég loksins kem mér í að kaupa myndavél.
Kínaknús
ÞV
Þórey Vilhjálmsdóttir, 20.9.2007 kl. 13:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.