20.9.2007 | 06:21
Engin fellibylur.. bara kakkalakki
Þetta var nú meira vesenið út af smá roki. Það kom svo engin fellibylur og allt í sóma í mínu hverfi í Shanghai. Wipha breytti um stefnu og þetta varð aldrei neitt neitt hér. Miðað við viðbúnaðinn í gær var ég nú allavega farin að búast við rafmagnsleysi.
Er hálfflökurt, var að borða með skólasystur minni og það var kakkalakki í matnum hennar. Þetta er náttúrulega viðbjóður. En verð samt að taka það fram að ég hef fengið mjög fínan mat hérna hingað til, alveg lausan við öll skordýr :) Held ég fari samt bara á Starbucks svona til að vera alveg í öruggu alþjóðavæddu umhverfi.
Athugasemdir
Hæ elsku vinkona,
Ótrúlega gaman að fá að fylgjast svona með þér og að heyra hvaða verkefni þú þarft að kljást við á hverjum degi ......þangað til að ég næ þér aftur í góðan lunch í lok annar.
Þú verður að vera dugleg að setja myndir fyrir okkur sem sitjum í rútínunni hérna á fróninu.
Kveðja, Ingbjörg Th
Ingibjörg Thors (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 13:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.