Byrjuð að pakka

Þá er ég byrjuð að pakka og er alveg gáttuð á öllu draslinu sem ég hef sankað að mér á þessum 3,5 mánuðum, ótrúlegt! Þarf að senda kassa með póstinum svo ég þurfi ekki að greiða milljónir í yfirvigt. Var að kaupa eina risaferðatösku og vona að það sé nóg, get ekki látið það spyrjast út að vera með 3 töskur, það er aðeins of mikið. En ég setti reyndar met í að ferðast með lítin farangur á leiðinni út, var bara með eina medium stóra ferðatösku.

Flest erum við alveg búin að missa einbeitinguna í skólanum og tímarnir eru frekar þunnir. Kennarinn sem við erum með núna er sem betur fer skilningsrík hvað þetta varðar og er ekki að leggja mikla vinnu á okkur. Á bara eftir að fara einu sinni enn í tíma og svo próf á miðvikudag.

Fór í hverfi um helgina sem heitir "Commune" og er yndislegt. Fullt af litlum mjóum götum þar sem allt er morandi í kaffihúsum, búðum og galleríum. Hverfið er enn mjög kínverskt þar sem að þetta er líka íbúðahverfi, ég mætti t.d. tveimur kínverjum á náttfötunum og svo var ein að sauma úti á götu. Á eftir að sakna þessa litríka mannlífs! En nú er ég líka að fara að hitta Rikka, Villa og Ragnheiði.. jibbbíiiiiii og afsakið alla hina ættingja og vini lika :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband