Hið alþjóðlega glerþak

Áhugavert! Datt niður á þetta innskot í the Economist þegar ég var að leita að upplýsingum um Filippseyjar. Það eru hvergi í heiminum fleiri konur í stjórnunarstöðum en þar. Endilega kíkið á þetta:

http://www.economist.com/displaystory.cfm?story_id=8871935


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gissur Pálsson

Merkilegt. Maður hélt alltaf að þessi heimshluti væri á eftir. Það sýnir sig að hann er langt á undan. Senda fulltrúa á staðinn til að kynna sér leyndarmálið. 

Gissur Pálsson, 15.10.2007 kl. 22:35

2 Smámynd: Þórey Vilhjálmsdóttir

já ég var nefnilega hissa en hef einmitt rekist á það að hér er margt ólíkt því sem ég hafði haldið fyrirfram. Finnst líka merkilegt að sjá Kína og Rússland svona ofarlega. Á flokksþingi kommúnistaflokksins sem stendur yfir núna eru bara 20% þátttakenda konur. Það komast fáir kínverjar áfram hér nema að vera skráðir í hann eða tengdir honum á einhvern hátt. Því finnst mér skrýtið að sjá Kína svona ofarlega. Hef reyndar fundið fyrir því hjá kínversku konunum hérna í skólanum að þær eru miklir frumkvöðlar og enn meira en þær konur sem ég þekki frá íslandi sem eru þó kjarnakonur.

Þórey Vilhjálmsdóttir, 16.10.2007 kl. 02:27

3 identicon

Humm...Fillippseyjar! Brasilía! ...og Rússland! Mjög áhugavert! Og Noregur með kynjakvótana sína er hvergi sjáanlegt. Ja, hérna. Gaman annars að lesa bloggið þitt mín kæra. Haltu áfram að vera dugleg að skrifa þó að maður sé ekki alltaf að skella inn ath. semdum þá er þvílíkt stuð að lesa um þetta ævintýri þitt. Knús Hulda

Hulda Bjarna (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 13:45

4 Smámynd: Þórey Vilhjálmsdóttir

Takk Hulda mín og gaman að vita af þér í heimsókn öðru hvoru á síðunni! Bið að heilsa bekkjarfélögunum á Íslandi xxx

Þórey Vilhjálmsdóttir, 17.10.2007 kl. 07:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband