26.11.2007 | 07:19
Glam slam Hong Kong
Það er nú ekki hægt að segja annað en að Hong Kong standi undir nafni sem glamourous! Svakalega skemmtileg borg og mjög ólík bæði Shanghai og Peking. Hún er mikið alþjóðlegri að öllu leyti og mér leið á tímabili eins og ég væri frekar í New York eða London. En að sjálfsögðu er hún þó með kínverskan blæ sem gerir hana mjög sjarmerandi. Eyjan sjálf er sérstaklega þéttbyggð og borgin liggur frá sjávarmáli upp á hæð, maður er því að ganga upp brattar götur og miklar krókaleiðir til að komast frá einum stað til annars. Göngugöturnar eru svo flestar innandyra eða einskonar brýr og göng á milli bygginga á 2.hæð. Síðan liggur rúllustigi upp eftir allri borginni til þess að komast á milli. Þetta er mjög sérstakt og stappað af fólki allstaðar, þvílíkur mannfjöldi. Fyrsta daginn leið mér eins og verslunarmiðstöðin sem ég var stödd í næði yfir alla borgina.. síðan var mér sagt að ég gæti sennilega gengið í gengum allavega hálfa borgina bara í þessarri einu verslunarmiðstöð :)
En best að koma því bara frá mér að Hong Kong er verslunarparadís, ekki gott að fara þangað ef maður er að spara. Reyndar er allt mjög ódýrt því það er enginn skattur á vörur þar. Meira að segja ódýrara en í Kína! En ég var nú nokkuð skynsöm bara og ansi hógvær í búðunum, enda bara fátækur námsmaður á ferðalagi. Hong Kong búar eru merkjasjúkir, las grein um það í einu blaðinu þarna að þetta er himnaríki fyrir lúxusmerkin. Þegar ég labbaði fram hjá Gucci búðinni var mjög löng biðröð, þetta er víst alltaf svona, hleypt inn í hollum. Við erum ekkert að tala um moldríkt fólk, bara venjulegt millistéttarfólk sem er að bíða eftir að komast inn í búðina og kaupa sér tösku. Það er greinilegt að kaupmáttur millistéttarinnar bæði hér og í Hong Kong hefur aukist gríðarlega á seinustu árum.
Er hálf mygluð í dag, borgin mín er eitthvað svo grá og dimm.. og ég er hálf orkulaus eftir seinustu viku og helgarferðina til Hong Kong. Er búin að drekka prótíndrykk og taka vítamín, sit á uppáhalds kaffihúsinu mínu og er að fara að klára ritgerð sem ég ætla að skila á morgun.
Athugasemdir
Hæ skvís... en hvað það er gaman að lesa bloggið þitt!! Ég fer inn annað slagið inn og les fullt í einu. Oh, mig langar svo að sjá Kínamúrinn... á heimboð til Julie vinkonu sem býr í Peking. Kannski að ég skreppi næsta sumar!! Námið þarna virðist krefjandi og spennandi og gaman að heyra hvað þér gengur vel... er nú ekkert hissa á því, þú ert svo mikil business kona. Ég skil vel að þú saknir Rikka og krakkana en gaman að þau skyldu koma og heimsækja þig og eins mamma þín og pabbi... sniðugt hjá þeim að skella sér í ferð þangað. Núna fer að styttast í að þú farir heim og haldir jólin í fallega húsinu þínu. Til hamingju með þetta allt saman. Love you! - Birna PE
Birna P. Einarsdottir (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 21:46
Elsku Birna en gaman að heyra frá þér! Þú verður að skella þér til Peking og fyrr en síðar. Þessar borgir eru að breytast svo hratt, maður getur enn séð svo margt orginal í Peking. Bið að heilsa í sólina í LA ;) Knús og kossar
Þórey Vilhjálmsdóttir (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 04:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.