Kínamúrinn!

Pekingferðin var alveg frábær! Við náðum að gera ótrúlega mikið á þessum stutta tíma sem við vorum þarna. Skoðuðum Torg hins himneska friðar, Forboðnu borgina og fórum á Kínamúrinn. Mikið er þetta falleg borg og heldur kínverskari en borgin mín. Týndumst alveg í svokölluðum Hutong hverfunum þar sem eru eldgömul hús og mjóar götur í gegnum allt. Nú er verið að gera allt upp svo það verður örugglega mjög skrýtið að koma þarna aftur eftir ár. Pekingbúar eru að shæna allt til svo að þeir verði nú flottir á Ólympíuleikunum næsta sumar. Það er sama hvaða götu við komum á allstaðar var verið að gera upp. En það er alveg magnað að koma í þessi gömlu hverfi þar sem er eins og tíminn hafi staðið í stað fyrir utan einstaka túristabúðir og gsm síma. Það er þvílíkt mannlíf að manni finnst eins og það gerist allt úti á götu. Það var verið að klippa einn úti á torgi þegar við löbbuðum þarna í gegn, mjög heimilislegt.

Múrinn var ótrúlegur, það er alveg sama hversu margar myndir maður sér það jafnast ekkert á við að vera þarna. Þvílíkt og annað eins mannvirki! Það sem kom mér einna mest á óvart var hversu brattur hann er og erfiður yfirferðar. Það hefur nú ekki verið auvelt fyrir hermennina sem stóðu á vaktinni að klifra þarna upp og niður á sínum tíma. Svo er líka annað merkilegt sem á við um flesta túristastaðina og það er hversu mikill meirihluti túristanna eru kínverjar. það er svona 10% sem eru ekki kínverjar, þetta þýðir líka að á flestum túristastöðunum er varla töluð enska og oft eru öll skilti á kínversku. Þarna voru heilu fjölskyldurnar samankomnar og ég dáðist að gamla fólkinu sem kleif þarna upp og niður eins og ekkert væri. Sem sannaði fyrir mér enn einu sinni hversu góðu formi kínverjarnir eru í yfirhöfuð. Það var náttúrulega engin leið að sjá fyrir endann á múrnum og útsýnið þarna uppi einstakt. Það er frábært hvað múrinn er einn ósnortin af túrisma það er sennilega þessum fjölda kínverja sem koma þangað að þakka!


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Öfund

Einar Bragi Bragason., 10.11.2007 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband