19.12.2007 | 23:40
Komin heim!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.12.2007 | 09:24
Byrjuð að pakka
Þá er ég byrjuð að pakka og er alveg gáttuð á öllu draslinu sem ég hef sankað að mér á þessum 3,5 mánuðum, ótrúlegt! Þarf að senda kassa með póstinum svo ég þurfi ekki að greiða milljónir í yfirvigt. Var að kaupa eina risaferðatösku og vona að það sé nóg, get ekki látið það spyrjast út að vera með 3 töskur, það er aðeins of mikið. En ég setti reyndar met í að ferðast með lítin farangur á leiðinni út, var bara með eina medium stóra ferðatösku.
Flest erum við alveg búin að missa einbeitinguna í skólanum og tímarnir eru frekar þunnir. Kennarinn sem við erum með núna er sem betur fer skilningsrík hvað þetta varðar og er ekki að leggja mikla vinnu á okkur. Á bara eftir að fara einu sinni enn í tíma og svo próf á miðvikudag.
Fór í hverfi um helgina sem heitir "Commune" og er yndislegt. Fullt af litlum mjóum götum þar sem allt er morandi í kaffihúsum, búðum og galleríum. Hverfið er enn mjög kínverskt þar sem að þetta er líka íbúðahverfi, ég mætti t.d. tveimur kínverjum á náttfötunum og svo var ein að sauma úti á götu. Á eftir að sakna þessa litríka mannlífs! En nú er ég líka að fara að hitta Rikka, Villa og Ragnheiði.. jibbbíiiiiii og afsakið alla hina ættingja og vini lika :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2007 | 08:47
Spitting and staring
Var að lesa skemmtilega grein í tímariti sem heitir "City weekend" svona svipað fyrirbæri og "Time out". Það blað er á ensku og því stílað meira inn á útlendinga. Greinin var um kvörtunarmenningu útlendinga í Shanghæ þe. hvernig útlendingar eru endalaust að kvarta yfir kínverjum og þeirra venjum. Það var gerð könnun á meðal útlendinganna þar sem var leitast við að finna hvað færi mest í taugarnar á þeim hér í Shanghæ. það var semsagt eftirfarandi, ætla að leyfa mér að skrifa það á ensku:
Spitting
Staring
Not following traffic rules
Not waiting in line
Ég verð að segja að þetta er sennilega það sem ALLIR útlendingar upplifa hér, held að ég hafi farið yfir flesta þessa þætti hér á blogginu :) En annað sem kom fram var að það er talið hollt að leyfa sér að pirrast á þessu við vini sína og losa þannig um spennuna sem myndast við að láta þetta fara í taugarnar á sér. Ég er semsagt að gera það núna og mér líður strax betur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2007 | 10:21
Jólaupphitun í Shanghæ
Löngu orðið tímabært að skrifa eitthvað hér inn.. er eitthvað hálf andlaus þessa seinustu daga hérna í Kína. Fékk enn einu sinni matareitrun eða eitthvað snert af því allavega. Er búin að liggja eins og skata í rúminu í sólarhring. En byrjuð að borða aftur og drattaðist í skólann í morgun, var svo orkulaus að ég var 20 mínútur að hjóla, er vanalega helmingi skemur.
Helgin var nú ansi viðburðarík hjá mér, var kveðjupartý fyrir okkur skiptinemana á föstudagskvöldið, mjög gaman! Fór á skrýtnasta næturklúbb sem ég hef komið á eftir partýið, var nú ekki lengi þar en ákvað að vera í klukkutíma til þess að upplifa þessa stemmningu, fannst eins og það væru allavega 1000 manns þarna inni. Á laugardaginn fór ég svo í yndislegt jólaboð hjá Íslendingafélaginu hér í Shanghæ. Það var haldið heima hjá íslenskum hjónum sem búa hér og þarna náðist alveg alíslensk jólastemmning. Borðaði yfir mig af hangikjöti,hamborgarahrygg og rauðkáli, söng nokkur jólalög og opnaði pakka. Ég fékk semsagt Tinna, alla seríuna, ætla að horfa á það með Villa þegar ég kem heim.
Undirbúningur heimferðar er hafin! Er búin að fá leyfi til að taka seinasta prófið fyrr eða 12.des þannig að ég flýg til London og hitti Rikka þar 13.des. Við ætlum að turtildúfast þar þangað til á sunnudag en þá fljúgum við heim í hádeginu. Er svona að reyna að skipuleggja hvernig ég kem þessu dóti öllu heim :) jæja það reddast..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.11.2007 | 11:59
Litlu keisararnir
Ritgerðin sem ég skilaði í vikunni er um það hvernig staða kvenna hefur verið í efnhagsbyltingunni hér í Kína og hlutverk þeirra í henni. Það kom mér mjög á óvart hversu stutt er síðan flestar konur í Kína voru algerlega óvirkar sökum fótbindinga. Það var ekki fyrr en 1911 að fótbindingar voru bannaðar með lögum en fram að því voru konurnar svo þjáðar og farlama vegna bindinganna að þær gátu varla gert neitt. Það var svo kommúnistaflokkurinn með Mao í fararbroddi sem kom á jöfnun rétti kvenna og karla 1949. Konur voru þau ekki í neinum valdastöðum þau þær hafi tekin virkan þátt í byltingunni og eru ekki enn í dag. Æ fleiri konur eru þó farnar að láta til sín taka sem frumkvöðlar og í einni greininni sem ég las kom fram að þær væru 20% eigendur og stofnendur þeirra frumkvöðlafyrirtækja sem væru starfandi.
Ég tek eftir því að kínversku bekkjarsystur mínar eru ansi forvitnar um mína hagi. Þeim finnst sérstakt að ég sé hér og eigi tvö börn og mann á Íslandi. Þær eru flestar ef ekki allar mjög metnaðargjarnar og eru að lenda í nákæmlega sama og allar kynsystur þeirra annarstaðar að þurfa að hafa áhyggjur af því hvernig tvinna eigi saman frama og fjölskyldulíf. Það sem skilur þær þó frá okkur er að þær geta aðeins eignast eitt barn. Mér fannst þetta svo hræðilegt þegar ég var á Íslandi, greyið fólkið að mega aðeins eignast eitt barn. En þegar ég er komin hingað þá finn ég að þetta er bara eitthvað sem þau eru vön og eru ekkert að kippa sér upp við þetta. Nú er að vaxa úr grasi fyrsta kynslóð einbirnisstefnunnar og hér í Kína eru þau gjarnan kölluð "litle emperors" því það er látið svo mikið með þau. En það sem ég ætlaði nú að reyn að koma á framfæri í þessum texta er hvað það er merkilegt að ég lenda í nákvæmlega sömu samræðum við bekkjarsystur mínar hér og á Íslandi um hversu erfitt er að ná þessu gullna jafnvægi milli fjölskyldu og frama.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2007 | 04:36
Óhljóð og pósthúsferð
Bjart og fallegt í borginni í dag, orðið frekar kalt samt, en sennilega ekki nálægt því jafn kalt og á Íslandi. Dagurinn í gær var sérstaklega dimmur, var viss um að það væri fellibylur á leiðinni en svo var ekki. Bara þoka og mengun! Ég held að það sé tímaspursmál hvenær húsið sem ég bý í hrynji og þar sem ég bý á 10.hæð er ég í viðbragðsstöðu. Það er verið að bora og berja allt í tætlur og þeir byrja kl.7:30 á morgnanna.. virkilega skemmtilegt. Ekki það að ég hef gott að því að vakna en það er vonlaust að læra hérna heima með þessi ólæti allt í kringum sig. Er ekki frá því að það sé verið að vinna í íbúðum á öllum hæðum.
Kláraði ritgerðina í gær og er bara í einum kúrs sem heitir advertising management. Mjög skemmtilegt og frekar auðvelt sýnist mér. Eða kannski finnst mér það bara auðvelt af því mér finnst það skemmtilegt, whatever. Sendi jólagjafirnar heim í pósti fyrir helgi, innpakkaðar og allt. Stóð ekki alveg á sama þegar ég afhenti þær á pósthúsinu, lenti í tungumálastíflu. Þurti að koma til skila að kassarnir væru brothættir og þrátt fyrir orðabókaflettingar ofl. tilraunir til samskipta þá gekk það ekki. Á endanum beið ég eftir að inn kæmi manneskja sem gæti talað ensku og kínversku. Sem þýddi að ég stóð við dyrnar og spurði alla sem komu inn :) Að lokum fann ég þennan indæla mann sem talaði smá kínversku (sennilega frakki) en hann kunni ekki að segja brothætt. Þannig að hann hringdi í dóttur sína sem talaði við afgreiðslumanninn á pósthúsinu og hann náði því. Ég fékk því að lokum brothætt stimpil á kassana! Nú bíð ég spennt að sjá hvort eða hvernig gjafirnar skila sér. Núna eru bara 2 vikur eftir í skólanum, alveg ótrúlegt.. best að nýta tímann vel það sem eftir er!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2007 | 07:19
Glam slam Hong Kong
Það er nú ekki hægt að segja annað en að Hong Kong standi undir nafni sem glamourous! Svakalega skemmtileg borg og mjög ólík bæði Shanghai og Peking. Hún er mikið alþjóðlegri að öllu leyti og mér leið á tímabili eins og ég væri frekar í New York eða London. En að sjálfsögðu er hún þó með kínverskan blæ sem gerir hana mjög sjarmerandi. Eyjan sjálf er sérstaklega þéttbyggð og borgin liggur frá sjávarmáli upp á hæð, maður er því að ganga upp brattar götur og miklar krókaleiðir til að komast frá einum stað til annars. Göngugöturnar eru svo flestar innandyra eða einskonar brýr og göng á milli bygginga á 2.hæð. Síðan liggur rúllustigi upp eftir allri borginni til þess að komast á milli. Þetta er mjög sérstakt og stappað af fólki allstaðar, þvílíkur mannfjöldi. Fyrsta daginn leið mér eins og verslunarmiðstöðin sem ég var stödd í næði yfir alla borgina.. síðan var mér sagt að ég gæti sennilega gengið í gengum allavega hálfa borgina bara í þessarri einu verslunarmiðstöð :)
En best að koma því bara frá mér að Hong Kong er verslunarparadís, ekki gott að fara þangað ef maður er að spara. Reyndar er allt mjög ódýrt því það er enginn skattur á vörur þar. Meira að segja ódýrara en í Kína! En ég var nú nokkuð skynsöm bara og ansi hógvær í búðunum, enda bara fátækur námsmaður á ferðalagi. Hong Kong búar eru merkjasjúkir, las grein um það í einu blaðinu þarna að þetta er himnaríki fyrir lúxusmerkin. Þegar ég labbaði fram hjá Gucci búðinni var mjög löng biðröð, þetta er víst alltaf svona, hleypt inn í hollum. Við erum ekkert að tala um moldríkt fólk, bara venjulegt millistéttarfólk sem er að bíða eftir að komast inn í búðina og kaupa sér tösku. Það er greinilegt að kaupmáttur millistéttarinnar bæði hér og í Hong Kong hefur aukist gríðarlega á seinustu árum.
Er hálf mygluð í dag, borgin mín er eitthvað svo grá og dimm.. og ég er hálf orkulaus eftir seinustu viku og helgarferðina til Hong Kong. Er búin að drekka prótíndrykk og taka vítamín, sit á uppáhalds kaffihúsinu mínu og er að fara að klára ritgerð sem ég ætla að skila á morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.11.2007 | 06:30
Hong kong næst
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.11.2007 | 06:25
Um endurvinnslu á farsímum í Kína
Nike kynningin búin, gekk bara vel, slógum hitt liðið algerlega út með mikið betri kynningu og framsæknari hugmynd. Virkilega skemmtilegt! Nú er verið að leggja lokahönd á verkefni sem við skilum á morgun í Game theory, erum að gera áætlun fyrir verksmiðju sem sér um endurvinnslu á farsímum. Erum að ráðleggja þeim hvernig þau koma inn á Kínamarkað. Þetta er virkilega áhugavert.. málið er að hér eru ekki komin lög sem setja endurvinnslu sem skilyrði fyrir farsímafyrirtæki og önnur raftæki. Hér er því til staðar mjög stór svartur markaður fyrir þessi tæki, ég er að tala um að heilu þorpin eru undirlögð í þetta. Tækin eru send til þeirra, þau taka þau í sundur þe. heilu fjölskyldurnar saman við afar óheilsusamlegar aðstæður. Málmarnir eru svo bræddir og seldir en afgangnum er bara hent eða hann brenndur sem gerir umhverfi þessa fólks afar hættulegt heilsu þess.
Það sem kom mér þó einna mest á óvart er að bandaríkin senda hingað skipsfarmana af ónýtum raftækjum og selja á svörtum markaði hér. Þetta eru semsagt bandarísk fyrirtæki sem eru að fylgja reglugerð um að endurvinna gömul raftæki í BNA en senda þau hingað til Kína. Bandaríkjamenn hafa nú yfirleitt hæst þegar talið berst af umhverfismálum í Kína. já ekki er allt sem sýnist!
Það er hinsvegar mjög erfitt að eiga við þetta og verður heldur betur erfitt verkefni fyrir stjórnvöld þegar kemur að því að setja þessi lög. Drögin liggja fyrir og það er bara tímaspursmál hvenær þau verða samþykkt. Það er ekki hægt að stöðva starfsemina í heilu þorpunum nema að koma með eitthvað annað í staðinn, fólkið mun þá ekki fá neinar tekjur. Hinsvegar er mjög ólíklegt að endurvinnsluverksmiðjurnar vilji koma inn á markaðinn ef samkeppnin við svarta markaðinn er svona mikil. Fólk fær mikið meira fyrir að selja símann sinn á svartan markað heldur en að skila honum í endurvinnslu. Svo að það komi til skila þá endurvinna verskmiðjurnar hvern einasta hluta farsímanns og það sem er ekki hægt að endurvinna er urðað samkvæmt alþjóðlegum stöðlum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.11.2007 | 08:45
" The wifes club"
Hef haft svo mikið að gera síðan að ég kom frá Peking að ég hef ekki gefið mér tíma til að skrifa inn á bloggið. Var að klára að kynna viðskiptaáætlunina sem ég gerði með Ivy ofurkonu og hópnum okkar. Gekk vel, nú er því námskeiði lokið. Var mjög gagnlegt, hét "Starting new venture" er um frumkvöðla og eðli þeirra, stofnun fyrirtækja, hvernig á að sækja fjármagn ofl. sem viðkemur þessu. Lærði mikið, bæði um þetta efni almennt og eins mína kosti og galla sem frumkvöðull. Svo finnst mér þetta orð frumkvöðull ekki ná að koma því eins vel til skila hvað þetta snýst um eins og Entrepreneur. Og þetta skrifa ég daginn eftir dag íslenskrar tungu og skammast mín ekkert.
Er svo með aðra kynningu á mánudaginn í námskeiði sem minnir mig á þættina "The Apprentice" sem Donald Trump stýrði :) Við erum nokkrir hópar sem eigum að búa til nýja vöru fyrir þekkt vörumerki og fara á nýjan markað í leiðinni. Okkar verkefni er að gera vöru fyrir NIKE á fjármálamarkaði... frekar erfitt en við erum komin með ágæta lausn. Við erum að vinna þetta með mjög þekktu fyrirtæki sem sérhæfir sig í vöruþróun og hefur ma. unnið mikið fyrir Apple. Það er því mikilvægt fyrir okkur að koma með góða vöru og afburða kynningu. Síðan verður fólk frá Nike líka þarna til að leggja mat á hugmyndina. Annar hópur er svo með sama verkefni þannig að þetta er einnig keppni á milli okkar hvor er með betri hugmynd. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur okkur ekki tekist að finna út hvað þau eru með.
Tók líka femínistakast í vikunni þegar ég var að hlusta á kynningu hjá einum hópnum. Hópur með 6 strákum, 3 frá Evrópu og 3 frá Kína sem voru að kynna hvernig megi styrkja samstöðu útskrifaðra nema úr CEIBS (skólanum okkar). Þeir voru með ýmsar hugmyndir og ein þeirra var "Wifes club"... ég er ekki að grínast! Semsagt klúbbur fyrir eiginkonur útskrifaðra CEIBS nemenda sem við gefum okkur þá að séu bara karlmenn!!! Ég ætlaði varla að trúa þessu, hélt ég væri farin að sjá og heyra illa eða hefði kannski lent í tímaflakki og væri kominn eina öld aftur í tímann. En hann Ludovic sem stýrði þessu er af frönskum Aristokrataættum og hann var bara sár þegar ég minntist á þetta, greyið litla. En í Frakklandi þykir líka óeðlilegt að eiga ekki hjákonu.. Náði nú samt að koma skilaboðunum áleiðis í Q&A í lokin og að sjálfsögðu voru allir í bekknum sammála þessu nema Lulli litli.
Sakna Rikka og krakkanna mikið núna, Ragnheiður er búin að vera veik alla vikuna og biðja um mömmu sína. Nú væri gott að eiga einkaþotu og geta skotist heim og knúsað hana... Some day
Bloggar | Breytt 18.11.2007 kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)